fbpx

Trúðu á sjálfan þig

Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkur aldrei koma neinu í framkvæmd.  Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað

 

þig langar til að gera, á draumum þínum  og þrám – ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna. Hætta að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsar um þig, fylgdu hjartanu þínu.

18/40/60 regla Daniels Amens er eftirfarandi:  Þegar þú ert 18 ára hefur þú áhyggjur af því hvað allir í kringum þig hugsa um þig; þegar þú ert 40, er þér alveg sama hvað aðrir hugsa um þig; þegar þú ert 60 ára, þá áttar þú þig á því að enginn hefur verið að hugsa um þig í raun og veru.

Ertu undrandi,  mestan tímann, þá hefur enginn verið að spá í hvað þú ert að gera.  Þeir eru allt of uppteknir af sínu eigin lífi og ef þeir eru að hugsa um þig, þá eru þeir að spá í hvað þú ert að hugsa um þá.  Fólk hugsar um sjálft sig, ekki þig!  Hugsaðu um það – allann þann tíma sem þú hefur eytt í að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk heldur um hugmyndir þínar, markmið, drauma, um fötin þín, hárið þitt, heimilið…. þú hefðir frekar átt að eyða þeim tíma í að ákveða hvað þú ættir að gera til að ná markmiðum þínum og draumum

Trúðu á sjálfan þig
Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt