fbpx

Markmiðasetning

Það eru nokkur lykilatriði sem nauðsynlegt er að fylgja  ef þú ætlar að ná árangri og njóta velgengni. Þú þarft að halda fókus á markmiðinu og þú þarft að hafa hvatningu.

Markmiðasetning sem skilar árangri – Fókus.

Að hafa fókus á markmiðum þínum er mjög mikilvægt atriði ef þú ætlar að ná árangri.
Stundum eyðum við allt of miklum tíma í að horfa á hluti sem eru ekki að ganga upp, veltum okkur upp úr  mistökum, í stað þess að draga lærdóm af þeim og halda alltaf sjónum á markmiðinu og á hlutina sem eru að ganga upp.

Þjálfaðu sjálfan þig í einbeita þér að því hvað þú ert að gera. Hafðu hugann við jákvæða hluti.  Fókusaðu á hluti sem þú getur haft stjórn á, ekki á þeim sem þú getur ekki stjórnað.

Þú hefur meiri möguleika á að ná markmiðum þínum ef þú einbeitir þér að einu í einu. Ef þú ert með of mörg markmið í gangi á sama tíma, er hætt á að þú missir fókus.

Mundu, þú munt ná því sem þú setur fókus á.

Markmiðasetning sem skilar árangri – Vertu virkur og jákvæður

Stundum þá mætum við mótlæti í lífinu, við missum kjarkinn og gefumst upp. Hvernig áttu að vera alltaf virkur og jákvæður, þegar þú ert að vinna í að ná markmiðum þínum?

Hér eru nokkur ráð, hvernig þú átt að vera virkur og jákvæður þegar þú ert að vinna í markmiðum þínum og nærð árangri.

Minntu sjálfan þig á hversu jákvætt það er fyrir þig að ná markmiðinu.  Skoðaðu yfir það sem þú skrifaðir í markmiðasetningunni, hugsaðu síðan og skrifaðu niður:  Hvers vegna er þetta mikilvægt fyrir mig? Hvers vegna langar mig í þetta?

Hafðu fókus á öllum jákvæðum áföngum sem þú nærð. Mundu það felast tækifæri í mistökum og óhöppum, snúðu þeim þér í hag. Við hver mistök þá öðlumst við reynslu og nýjar upplýsingar, sem við getum nýtt okkur til að endurmeta markmiðin okkar og stillt af leiðina sem við ætlum að fara til að ná því.

Forðastu neikvætt fólk eða þá sem hafa ekki trú  á velgengni. Vertu með fólki sem er styðjandi og með líka sýn. Talaðu ekki illa um aðra, dæmdu ekki aðra, vertu jákvæður og sjáðu uppbyggjandi hliðar á málunum.

Markmiðasetning sem skilar árangri – Myndræn framsetning

Að setja markmið sitt fram í mynd er mjög öflug leið í markmiðasetningu og að varða leiðina til árangurs og velgengni.  Veldu þér mynd sem er sem líkust því sem þú ert að óska þér. Það er mjög skemmtilegt  og einfalt að leika sér að búa til mynd af draumunum sínum.

Ímyndaðu þér að þú hafir þegar náð markmiðinu. Hvað muntu sjá, heyra, finna og lykta þegar þú hefur náð markinu, draumurinn orðinn að veruleika.  Ef þig langar í nýtt hús,  sjáðu sjálfan þig fyrir þér í nýja húsinu.  Hver er stærðin, útlitið og liturinn á húsinu? Sjáðu fyrir þér  húsgögnin sem þú vilt hafa, litina á veggjunum.  Hvernig líður þér að þegar þú ert búinn að eignast húsið? Hafðu gaman af því að sjá þetta fyrir þér og njóttu þess.

Draumaborðin eru öflugt verkfæri til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum og upplifa drauminn þinn. Láttu draumaborðið senda þér markmiðið með myndinni þinni reglulega, helst einu sinni á dag.

Ef þig langar í nýtt hús, þá getur þú fundið mynd af draumahúsinu þínu, eða farðu fyrir framan draumahúsið þitt og taktu mynd af þér fyrir framan það, eins og það sé orðið þitt.  Settu myndina upp í draumaborðinu þínu.

Ef draumurinn þinn er að ferðast til framandi staðar, finndu mynd af staðnum og settu það inná draumaborðið þitt.  Ennþá áhrifameira er að skeyta saman myndum þannig að þú sért kominn inná myndina, eins og þú sért þegar á staðnum.

Myndrænar áminningar eru mjög öflugar og hjálpa þér að halda fókus á markmiðum þínum.

Njóttu velgengni í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur

Markmiðasetning
Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt