Nýlegar færslur
Það að vera þakklátur, getur fært þér hamingju, innri frið og öryggi á erfiðum tímamótum, í uppnámi eða við missi. Að velja frekar að vera þakklátur, mun hrinda af stað ótrúlegum jákvæðum breytingum í lífi þínu. Hér koma þrjú skref sem geta komið þér af stað. Prentaðu þau út, hafðu þau í vasanum og notaðu þau eins oft og þú þarft.
Það að halda þakklætis dagbók mun í framtíðinni hjálpa þér að hafa yfirsýn yfir allt það góða í lífinu, veita þér meiri skilning á umhverfinu og fólkinu sem þú umgengst. Ef þú gerir að reglu á hverju kvöldi að rita í þakklætis dagbókina þrjú atriði sem þú ert þakklátur fyrir þann daginn, þá munt þú sofna með bros á vör og skilja tilgang lífsins, upplifa innlega gleði og innri frið. Hvað meira er hægt að biðja um? Hamingjan er nær en þú heldur, þú þarft bara að leita á rétta staðnum, í sjálfum þér. Ef þú hefur áhuga á að vita meira, brostu þá og haltu áfram að lesa, hér fleiri tillögur. Mundu að þú ert frábær, með þína einstöku hæfileika.
1. Vertu í sambandi við sálina. Hvort sem þú kallar það sál, anda þinn, kjarninn þinn þegar þú upplifir þig innst inni. Það er hver þú ert og hver er tilgangur þinn með lífinu. Margir eru því miður ekki í tengingu við sjálfan sig, forðast eða óttast það. Ég ætla að kalla það sálina, það er hlutinn af þér sem er náttúrulega glaðlegur, lýsandi, elskandi, samúðarfullur og örlátur…. já og þakklátur. Því meira sem þú ert meðvitaðari um að vera þakklátur fyrir allt það sem er í kringum þig, því meira verður þú í tengingu við sjálfan þig. Þú munt upplifa meiri gleði og meiri kærleika – og þú munt eiga auðveldara með að deila þessum tilfinningum með þér og þeim sem eru í kringum þig. Þú mun byrja að sjá heiminn í nýju ljósi.
2. Vertu opinn fyrir óendanlegum tækifærum. Sálin þín veit að fyrir hverja þrá sem brýst um innra með þér, er samsvarandi tækifæri til á sveimi fyrir framan þig. Þegar þú ert þakklátur fyrir allt það góða sem tilheyrir lífinu þínu, þá upplifir þú meiri jákvæðin, þú byrjar að sjá endalausa möguleika í lífinu. Þú ferð allt í einu að sjá öll tækfærin sem eru fyrir framan þig á hverjum degi og ert meira tilbúinn til að framkvæma með meiri eldmóð – tilbúinn til að sigra heiminn. Þú ert hamingjusamur, jákvæður og sjálfsöruggur!
3. Berðu virðingu og lærðu að meta sjálfan þig og aðra. Með því að bera virðingu, að kunna að meta og þakka fyrir það liðna, líðandi stund og framtíðina, munt upplifa afrek, vöxt og öðlast meiri skilning. Með því að samþykkja aðra eins og þeir eru, með því að bera virðingu fyrir því góða í þeim, muntu upplifa meiri gleði og fullnægju. Auðvitað, eins og flest okkar, þá eru ekki allir alltaf umhyggjusamir eða góðir við þig. En hver og einn hefur sál – þetta sem er innra með okkur sem er ást, kærleikur, samúð, meðaumkun, laus við reiði og neikvæðni. Horfðu á innsta kjarna einstaklingsins og meðtaktu og berðu umhyggju fyrir þeim eins og þeir eru innst inni. Flestir sem eru uppfullir af reiði og neikvæðin eru einstaklingar sem upplifa mikinn andlegan sársauka. Sársauka sem hefur jafnvel fylgt þeim frá barnæsku, eitthvað sem var gert á þeirra hlut og aldrei var hægt að vinna með, tók sér bólfestu og aftengdi þá við innsta kjarnann, við sálina. Berðu virðingu fyrir sálinni þeirra þeirra innsta kjarna, eins og þú berð virðingu fyrir þinni sál. Settu til hliðar sárindi sem viðkomandi hefur jafnvel valdið þér,þýðir ekki það sama og að samþykkja, fyrirgefðu. Farðu í þinn innsta kjarna, taktu tilfinninguna frá sálinni. Þú munt upplifa frábærar tilfinningar, hamingju, innri frið og þakklæti.
Ein af mínum uppáhalds tilvitnunum:
Þakklæti leysir úr læðingi fyllingu lífsins. Það breytir því sem ég hef í kringum mig í nægu, og meira. Það breytir neitun í samþykki, upplausn í skipulag, óreiðu í skýrleika. Það getur breytt máltíð í veislu, húsi í heimili, ókunnugum í vin. Þakklæti fær okkur til að skilja það liðna, færir okkur gleði og frið í dag og skapar bjarta sýn fyrir morgundaginn. ~ Melody Beattie