fbpx

Að spyrja

Sagan er full af dæmum um fólk sem notið hefur gífulegrar velgengni í lífinu, náð alveg ótrúlegum árangri, með því einfaldlega að spyrja spurninga.  Því er það alveg ótrúlegt, að það að spyrja sem er ein öflugast leiðin til að ná árangri og njóta velgengni, sé ennþá áskorun sem heldur aftur af flestu fólki. Ef þú ert ekki hræddur við að spyrja hvern sem er, um hvaða hlut sem er, þá getur þú hætt að lesa núna.  En ef þú ert eins og flest fólk,  þá gæti verið að þú værir að halda aftur af þér með því að vera ekki að leita eftir upplýsingum , aðstoð, stuðningi, peningum og tíma, sem þig vantar til að láta drauma þína rætast.

HVERS VEGNA ER FÓLK HRÆTT VIÐ AÐ SPYRJA

Hvers vegna er fólk hrætt við að spyrja? Það eru margar ástæður fyrir því eins og að vilja ekki sýnast þurfandi eða að halda að það sé heimskulegt.  En í flestum tilfellum er það af hræðslu við að vera hafnað.  Fólk er hrætt við að fá svarið NEI.
Það sem er sorglegast er að með því er það í raun verið  að hafna sjálfu sér fyrirfram.  Það er að segja nei við sjálft sig, áður en nokkur annar hefur fengið möguleika á að því að svara.

Fyrir nokkrum árum þá tók ég þátt í hópi ásamt 20 öðrum einstaklingum.  Í einni af æfingunum sem við vorum að vinna með, þá spurði  maður konu í hópunum hvort henni fyndist hann aðlaðandi.  Ég varð bæði undrandi yfir þeirri dirfsku sem hann sýndi og líka vandræðalegur yfir því hvert svarið gæti orðið.   En svarið var, að henni þótti hann aðlaðandi.  Upptendraður yfir velgengni hans, tók ég á mig rögg og spurði hana hvort henni þætti ég aðlaðandi. Eftir þessi litlu æfingu í „ dirfsku spurningum“ þá sögðu sumar kvennanna að þeim hefið fundið það alveg ólýsanlega skrýtið hversu hræddir karlmenn væru að spyrja konur um að koma á stefnumót. Ein sagði, þið hafnið ykkur sjálfum áður en þið gefið okkur möguleika á því að svara,  takið áhættuna. Það gæti verið að við segjum já.

Ekki gera alltaf frekar ráð fyrir því að þið fáið nei.  Takið áhættu á því að spyrja um það sem ykkur vantar eða langar í.  Ef þið fáið nei, þá eruð þið ekkert verr sett en áður en þið spurðuð. Ef þið fáið já, þá eruð þið mun betur sett og það á við um alla. Verið því dugleg við að spyrja, þið gætuð fengið kauphækkun, framlag/fjárstuðning, hótelherbergi með sjávarsýn, frítt sýnishorn, stefnumót, betra verkefni, pöntun, hentugri afgreiðslutíma, framlenginu, frí, hjálp við húsverkin og margt fleira.

HVERNIG ÁTTU AÐ SPYRJA UM ÞAÐ SEM ÞIG VANTAR

Það er ákveðin tækni að spyrja og fá það sem þig vantar eða langar í lífinu. Mark Victior Hansen og Jack Canfield hafa skrifað heila bók um þá tækni. Ég mæli með því að þú kynnir þér það betur og lesir bókina „The Aladdin Factor“ hér eru nokkur stutt dæmi til að koma þér af stað:

    1. 1. Spurðu þannig að þú gerir ráð fyrir að þú náir árangri. Spurðu með jákvæðum væntingum. Spurðu eins að þú hafi nú þegar fengið jákvætt svar, þetta sé frágengið.

2. Gerðu ráð fyrir að þú getir.  Ekki byrja með því að þú gerir ráð fyrir því að þú getir ekki fengið það sem þú óskar eftir. Ef þú ætlar að gera ráð fyrir einhverju, gerðu þá ráð fyrir því að þú getir fengið betra herbergi, getir fengið borð við gluggann. Gerðu ráð fyrir því að geta skilað hlut án þess að sýna sölukvittun. Gerður ráð fyrir því að þú fáir stuðning, að þú getir fengið leikhúsmiða á seinustu stundu.  Gerðu aldrei ráð fyrir því að hlutirnir gangi ekki upp hjá þér.

3. Spurðu þann sem getur leyst úr málinu fyrir þig.  Finndu út hver einstaklingurinn er. „Hverng á ég að tala við til þess…..“. „Hver hefur vald til að taka ákvörðun um …..“. „Hverju þar að ljúka til að ég nái  árangri…“.

4. Vertu skýr og nákvæmur.   Á námskeiðum mínum þá spyr ég oft, „ hverjir vilja meiri pening?“ Ég vel síðan einhvern sem hefur rétt upp hendi og ég gef þeim aðila 100 krónur. Ég segi, „núna hefurðu meiri pening. Ertu ánægður?“
Vanalega segir viðkomandi, „Nei, mig vantar nú meira en þetta.“
Svo að ég gef viðkomandi smá klink í viðbót og spyr, „ er þetta nóg fyrir þig?“
„Nei, ég vil nú meira en þetta.“
„Jæja, segðu mér þá hvað þú vilt mikið? Við gætum leikið þennann leik um viltu ‚meira‘ í marga daga án þess að þú fengir það sem þú vildir. “
Viðkomandi segir mér vanalega hér einhverja ákveðna tölu og þá legg ég áherslu á hversu áríðandi það er að vera nákvæmur og skýr. Ákveðin beiðni gefur ákveðnar niðurstöður. Beiðni þín verður að vera skýr. Þegar þetta snýst um peninga, þá verður þú að biðja um upphæð.

Ekki segja:   Ég vil kauphækkun.
Segðu:          Ég vil 50.000 krónu hækkun á mánuði.

Þegar þú þarf að láta koma einhverju í verk fyrir þig. Ekki segja fljótlega eða þegar þú hefur tíma. Gefðu upp ákveðna dagsetningu og tíma.

Ekki segja:   Mig langar að verja með þér tíma um helgina.
Segðu:         Mig langar að fara með þér út að borða og á bíó á laugardagskvöldið. Hentar það þér?

Þegar það snýst um að framkvæma eitthvað, vertu þá skýr. Segðu nákvæmlega það sem þú vilt að viðkomandi geri.

Ekki segja: Mig vantar aðstoð við húsverkin.
Segðu:        Mér þætti gott að þú vaskir upp á hverju kvöldi eftir kvöldmatinn og farir út með ruslið á mánudögum, miðvikudögum og   föstudögum.

  1. Spyrðu stöðugt.  Ein mest áríðandi reglan til að njóta velgengni, er að gefast ekki upp. Alltaf þegar þú ert að spyrja aðra til að aðstoða þig við  að ná þeim árangri sem þú ert að sækjast eftir, þá munu sumir segja nei. Þeir munu hafa aðrar áherslur, ábyrgð og ástæður til þess að taka þátt eða styðja þig. Það er ekki spegilmynd af sjálfum þér.
    Sættu  þig við þá staðreynd að það munu vera margar hafnanir á leiðinni að markinu. Lykillinn er að gefast aldrei upp. Þegar einhver segir nei, haltu áfram að spyrja. Hversvegna? Vegna þess að ef þú heldur áfram að spyrja – jafnvel sama einstaklinginn aftur og aftur, þá gæti það endað með jái….

Á öðrum degi.
Þegar viðkomandi er í betra skapi.
Þegar þú hefur nýjar upplýsingar fram að færa.
Eftir að þú hefur sannað hollustu þína við viðkomandi.
Þegar aðstæður hafa breyst.
Þegar þú hefur lært að loka betur.
Þegar þú hefur lokið við betri skýrslu.
Þegar viðkomandi treystir þér betur.
Þegar þú hefur greitt skuldbindingar þínar.
Þegar fjárhagsstaða þín er betri.

Börn skilja þessi lögmál velgengninnar jafnvel betur en aðrir.  Þau spyrja sama aðilann sömu spurningarinna aftur og aftur án þess að hika. Í flestum tilfellum hafa þau vinninginn.
Eg las einu sinni sögu í People magazine um mann sem bar sömu konunnar 30 sinnum um að giftast sér. Það skipt engu máli hversu oft hann fékk nei hann kom alltaf aftur til baka og bað hennar, þar til einn daginn hún loksins sagði já.

STAÐREYNDIR.
Herbert True, markaðssérfræðingur hjá Notre Dame háskólanum fann út að

– 44% af sölufólki hættir að prófa eftir fyrsta samtal
– 24% hætta eftir annað samtal
– 14% hætta eftir þriðja samtal
– 12% hætta að reyna eftir fjórða samtal.

Þetta þýðir að 94% af sölufólki hættir eftir fjórða samtal. En 60% af sölum nást eftir fjórða samtal. Þessar niðurstöður sýna okkur að 94% af sölumönnum láta aldrei á það reyna að nálgast væntanlega kaupendur.
Þú hefur eflaust hæfileikana en þú verður líka að hafa seigluna. Til þess að njóta velgengni þá verður þú að spyrja, spyrja, spyrja, spyrja!

SPURÐU OG ÞÚ MUNT NÁ ÁRANGRI

Að spyrja

Áhugavert að skoða:

Að spyrja

Frábær bók fyrir þig

smelltu á hnappinn hér fyrir

neðan til að fá sent frítt eintak

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt