fbpx

Hvar er gleðin

Ég hef hitt fólk sem við fyrstu sýn virðist hafa allt sem þarf.  Það hefur jafnvel farsælan starfsferill, góða vini, gott hjónaband, heilbrigð og frísk börn, hluti sem margir aðrir sækjast eftir að hafa. En „hamingjuna“ vantar .  Þau eru ekki að upplifa gleði, og þau eiga erfitt með að benda á hvað það er  sem vantar. Eftir að hafa skoðað þetta frekar,  finnst mér mjög augljóst hvers vegna þau eru ekki raunverulega hamingjusöm. Ég ætla  hér ekki að koma með svörin við því hvað vantar, heldur frekar að leitast við að hjálpa til við hvar eigi að leita og hver og einn geti fundið svarið sjálfur. Það er mun áhrifaríkara þegar þú átti þitt ;,aha“ augnablik sjálfur.

Margir einstaklingar eru fastir í gildru við að skapa og lifa lífi sem þeir halda að þeir eigi að lifa. Kannski eru þeir að fylgja ráðleggjum annarra, eða kannski ætla þeir að gera aðra hamingjusama fyrst, eða þeim langar að gera eitthvað sem þeir halda að þeir ættu að vera að gera.  En á leiðinni settu þeir sína eigin löngun og drauma til hliðar. Þeir vanræktu sína eigin innri rödd og leiðsögn.  Ég trúi að innst inni þá vitum við hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm.  Hvað það er sem veitir okkur gleði, frið og sátt. Hvað það er sem raunverulega er að næra okkur.

Við vitum einnig innst inni, hver tilgangur okkar er, þetta eina sem skýrir tilganginn með lífinu. Líklega situr þú nú og ert að hugsa um leið og þú lest þetta, „ Ég hef ekki hugmynd um hver tilgangur minn er“.  Ég verð að vera ósammála þér,  því að vita og gera er sitthvor hluturinn.

Þú veist kannski innst inni hvað það er sem færir þér gleði, en ótti og álit annarra  geta haldið aftur af þér við að framkvæma það.  Ég hef líka heyrt fólk segja,   en er það ekki sjálfselska að hugsa bara um mig.  Það má ekki rugla saman sjálfselsku og því að næra sjálfan sig og taka ábyrgð á sjálfum sér og líðan sinni.  Ef ég get ekki elskað sjálfan mig og ef ég er ekki að næra mig, þá get ég ekki geislað og gefið af mér til annarra. Sérstaklega þeirra sem skipta mig mestu máli. Ég hef hitt marga á námskeiðunum hjá mér, sem með stuðningi og leiðbeiningum, hafa gefið sér leyfi til að lifa loksins lífinu sem þá langaði til að lifa.  Og gettu hvað?  Með því að framkvæma þetta, þá fundu þeir tilgang sinn, þeir fundu ástæðu til að fara á fætur á hverjum morgni, spenntir yfir því hvað þessi nýi dagur myndi færa þeim. Hér koma nokkur grunn verkfæri sem þú getur nýtt þér líka:

  1. Hvað ertu hrædd/ur við að viðurkenna ?
    Vanalega er að óttinn sem  stoppar okkur af í því að sækjast eftir því sem okkur langar í.  Kannski finnst þér að það sem þér langar í sé óraunhæft. Kannski hefur þú ekki þann stuðning sem þú þarft til að taka skrefin sem þarf. Hvaða tilfinningar eru það sem bærast innra með þér, sem þú hefur ekki þorað að deila með öðrum?  Fyrsta skrefið í að komast áfram og fá einhver svör, er að hlusta á hvað innri rödd þín segir og gefa henni tækifæri á að tala við þig.  Listaðu upp langanir og drauma, sem þú hefur ekki uppljóstrað áður.
  2. Gera eða vera
    Finnst þér eins og að líf þitt sé á sjálfsstýringu? Ertu að eyða stærstum hluta af tíma þínum í að gera hluta sem hafa ekki mikið gildi fyrir þig?  Mundu, að það eru alls ekki nein rétt eða röng svör hér.  Ef þú ert að gera eitthvað sem höfðar ekki til þín, þá ættir þú kannski að sleppa því.  Að framkvæma allt fyrir alla, mun tæma þig á endanum.  Það er mikilvægt að fylla tímann þinn með virkni sem færir þér gleði. Stoppaðu í  kapphlaupinu ef það er ekki að færa þig í áttina að þeirri leið sem þú vilt fara.
  3. Það er aldrei of seint!
    Athugaðu að það er aldrei of seint að byrja á að gera breytingar í lífinu. Að lifa lífinu án tilgangs eða ástríðu er letjandi og ófullnægjandi. Þú getur byrjað á því að gera nauðsynlegar breytingar á fullum krafti, eða lagt af stað í hægum en ákveðnum skrefum.  Þetta er spurning um skuldbindingu og sýn.  Þú þarft að vera tilbúinn til að taka áhættu og vera opinn fyrir óþekktum tækifærum og síðan að taka ábyrgð. Ef þú ert tilbúinn til að gera breytingar á lífi þínu og þarft aðstoð eða leiðbeiningar í gegnum breytingarnar, hikaðu ekki við að leita þér  þá hjálpar.

Stígðu fyrsta skrefið þú þarft ekki að sjá allan stigann, stígðu bara fyrsta skrefið í góðri trú.

Hvar er gleðin

Áhugavert að skoða:

Hvar er gleðin

Frábær bók fyrir þig

smelltu á hnappinn hér fyrir

neðan til að fá sent frítt eintak

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt