fbpx

Er mikilvægt fyrir þig að vera heilbrigður

Hversu mikilvægt er andlegt og líkamlegt heilbrigði fyrir þig?

Eðlilega, segir flest fólk að það raunverulega vilji vera heilbrigt, en hvað ertu tilbúinn til að gera til að vera heilbrigður ?  Og hvað ertu tilbúinn til að gera ekki til að vera heilbrigður?  Hvað er meira mikilvægara fyrir þig en heilbrigði?

Er meira mikilvægt að:

•    Borða skyndibita, eða pakkaðan, frosinn eða tilbúinn mat, frekar en að gefa þér tíma til að elda heilsusamlegt ferskt fæði, jafvel lífrænt ræktað eða án aukaefna?

•    Eyða frekar pening í föt og leikföng eða annað dót, frekar en að kaupa fersk og góð matvæli?

•    Hlusta bara á aðra tala um hvað það er sem stuðlar að heilbrigði, heldur en að afla sér sjálfur upplýsinga og læra?

•    Sofa frameftir, glápa á sjónvarp, spila tölvuleiki, veðmál, vinna, blaðra endalaust í símann, liggja í því að senda senda skilaboð, hanga á samfélagsmiðlum eða framkvæma aðra ávanabindandi athafnir, frekar en að stunda líkamsrækt?

•    Taka lyf við kvíða, þunglyndi eða svefleysi, frekar en að læra hvernig þú getur tekið ábyrgð á eigin tilfinningum?

•    Ánetjast einhverri fíkn til að fela sig, frekar en að taka ábyrgð á eigin líðan og tilfinningum? Halda áfram stjórnlausri notkun á áfengi, sígarettum, sælgæti,  koffeini, eða fíkniefnum frekar en að læra að hugsa vel um sjálfan þig með kærleika og umhyggju að leiðarljósi?

•    Vanrækja andlega uppbyggingu, frekar en að gefa sér tíma til að íhuga og næra sig á jákvæðan hátt andlega?

•    Vera,,hluti af hópnum” og borða eins og hinir eru að borða, drekka eins og  hinir, eða nota fíkniefni eins og  hinir, frekar en að styrkja eigið heilbrigði?

Hvernig ertu að réttlæta fyrir þér óheilbrigða valkosti?

•    Ég hef ekki tíma

•    Ég hef ekki trú á að fæði hafi svona mikil áhrif á heilbrigði.

•    Hinn og þessi reyktu alla ævi og fengu aldrei lungnakrabba.

•    Eða „Hvers vegna?“ afsakanir:  Það er ekkert hægt að gera, eða þetta liggur í ættinni, eða það er eitthvað að efnaskiptunum.

•    Ég mun taka á því einhverntíma seinna þegar betur stendur á.

•    Maturinn er eini munaðurinn sem ég leyfi mér. Ég ætla ekki að hætta að borða sælgæti eða skyndibita.

•    Ég er ennþá ung/ur. Ég get tekið á þessu seinna á ævinni.

•    Það eru of mikilir erfiðleikar í lífi mín núna og ég get ekki höndlað það ef ég hætti hinu og þessu sem ég er að misnota.

•    Hvaða virði er að lifa þessu lífi, ef ég má ekki gera það sem mig langar til?

•    Ég mun ekki eiga neina vini ef ég geri ekki það sama og þeir eru að gera.

Spurningin sem þú þarf að svara sjálfum þér er:

Hvernig líf vil ég eiga seinni hluta lífsins? Vil ég vera fullur af fjöri, með skýra hugsun og kröftugur þangað minn tími kemur, eða vil ég þjást af krabbameini, hjartakvillum, liðagigt, og öðrum hrörnunar sjúkdómum?

Þegar það eru mörg atriði sem geta haft áhrif á heilbrigði okkar, eins og t.d. erfðir, umhverfi, slys og áföll í æsku, en hvert og eitt okkar höfum mikið um það að segja hvernig við getum stuðlað að heilbrigði með :

•    Mat
•    Æfingum
•    Hugarfari

Öll þessi atriði eru jafn mikilvæg og hafa áhrif á hvort annað. Ef þú ert stöðugt að fordæma sjálfan þig og hunsa tilfinningar þínar, þá ertu að niðurlægja sjálfan þig og skapa stress  og vanlíðan hjá sjálfum þér. Þegar þú ferð í þetta stress ástand, þá fer líkami þinn í baráttu eða slagsmál við sjálfan sig, eða fer á flug, sem þýðir að blóðið fer frá heilanum og líffærunum og streymir í vöðva í höndum og fótum til að berjast eða flýja.  Þegar þetta gerist oft, þá slaknar á ónæmiskerfninu, sem gerir þig opnari fyrir veikindum. Til viðbótar mun stressið fá þig til að fara út í ávananbindandi hluti til að deyfa þig, sem mun leiða til  lélegri heilsu.

Líkamsþjálfun virkar bæði á líkamlega og andlega líðan á jákvæðan hátt.  Lélegt fæði hefur áhrif á andlega líðan og orkuna, þannig að það verður erfiðara fyrir þig að koma þér af stað í líkamsrækt og einnig að geta íhugað og öðlast innri ró.

Spurðu þig í dag, “Hversu mikilvægt er fyrir mig að vera heilbrigður?” Vertu heiðarleg/ur við sjálfan þig. Ef þú ert ekki tilbúinn til að hugsa vel um þig og veita þér sjáfum þann sjáfsagða munað að taka ábyrgð í öllum þessum þremur þáttum, þá verður þú að samþykkja að heilbrigði er ekki það mikilvægt fyrir þig.

Er mikilvægt fyrir þig að vera heilbrigður

Áhugavert að skoða:

Er mikilvægt fyrir þig að vera heilbrigður

Frábær bók fyrir þig

smelltu á hnappinn hér fyrir

neðan til að fá sent frítt eintak

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt