fbpx

10 ráð til að auka jákvæðar tilfinningar og hamingju.

Í Jákvæðri sálfræði er ritað og rætt um jákvæð inngrip. Fjöldi inngripa og aðferða hafa verið þróuð sem byggja á rannsóknum á þeim þáttum sem auka velgengni, vellíðan og eru hamingjuaukandi. Skýrasta og nýjasta skilgreiningin á inngripum Jákvæðrar sálfræði kemur frá safngreiningum Sin og Lyubomisky, sem skilgreindu inngrip með eftirfarandi hætti

Kenningin miðar að því að 50% hamingjunnar ákvarðist af genum og 10% af kringumstæðum. Þess vegna, höfum við 40%  að vinna með í inngripum til betri vegar. (Heffron & Boniwell, 2011)

Jákvæð inngrip eru verkfæri jákvæðrar sálfræði sem geta aukið jákvæðar tilfinningar og hamingju einstaklinga. Með notkun jákvæðra inngripa erum við meðvitað að nota styrkleika okkar, sem gerir okkur hamingjusamari, okkur líður betur, höfum meiri orku og erum ánægðari með lífið. (Seligman, Steen, Park og Peterson, 2005)

Inngrip eru ekki bara fyrir þá sem líður vel og vilja líða enn betur, heldur alla  þá sem vilja líða vel óháð því hvernig þeim líður í dag. Það þarf að ýta undir og efla það sem jákvætt er, jákvæðar hugsanir, jákvæðar tilfinningar og jákvæða hegðun.

En virka jákvæð inngrip? Já reyndar og það verulega. Í safngreiningu Sin og Lyubomirsky (2009) í rúmlega 4000 þúsund þátttakenda úrtaki, sem í voru bæði heilbrigðir einstaklingar og þeir sem áttu við þunglyndi að stríða, nutu góðs af þátttöku í slíkum jákvæðum inngripum. Einnig kom fram að jákvæð sálfræðiinngrip sem vörðu lengur en fjórar vikur og skemur en 12 vikur höfðu tilhneigingu til að sýna betri árangur. (Hefferon & Boniwell, 2011)

Um jákvæð inngrip fjallar Sonja Lyubomirsky í fyrirlestri um mikilvægi þess að inngrip séu með þeim hætti að fólki líki þau, að þau falli að eigin markmiðum og gildum, passi persónuleika ásamt veikleikum og styrkleikum og ljóst sé að við getum ekki notað sömu inngrip fyrir alla. Hún bendir á að nýta þann möguleika, þegar inngrip eru valin, að sýna lista yfir það sem hægt er að gera og láta fólk segja til um: hvort það sjái eitthvað á honum sem það gæti hugsað sér að gera, hvað því líst best á, að viðfangsefnin hafa þýðingu fyrir það sjálft og þannig líklegri til árangurs. Mikilvægt er að fólk fái  ekki sektarkennd ef það getur ekki gert eitthvað á tilsettum tíma og hún hvetur fólk til að byrja smátt.  (Lyubomirsky, 2011)

Í bókinni Happier eftir Dr.Tal Ben Shahar leggur hann til 10 ráð til að auka hamingju og  byggir á rannsóknum Jákvæðrar sálfræði. Þau eru:

  • Núvitund, leið til að kyrra hugann.
  • Þakklæti, breytir hugarfari og beinir athygli að því sem er í lagi og er jákvætt.
  • Góðar venjur, þær veita frelsi og sjálfsvirðingu.
  • Læra að mistakast, óttast ekki mistök þau eru lærdómsferli.
  • Ekki fresta hamingjunni, það þarf að forgangsraða því sem vekur góðar tilfinningar.
  • Minna en meira, njóta þess sem maður gerir af athygli.
  • Hreyfing, hafa hana sem daglega venju og finna hreyfingu sem manni líkar og finnst skemmtileg.
  • Leyfa sér að vera mannlegur, gangast við tilfinningum.
  • Heilindi og gildi, haga sér samkvæmt þeim, því hrein samviska eflir sjálfstraust.
  • Að gefa af sér, leggja gott til annarra og gefa án þess að ætlast til að fá til baka.(Ben-Shahar, 2007).

Af þessu má sjá að það eru ýmsar leiðir færar.

10 ráð til að auka jákvæðar tilfinningar og hamingju.

Áhugavert að skoða

10 ráð til að auka jákvæðar tilfinningar og hamingju.

Frábært bók fyrir þig

smelltu á hnappinn hér fyrir

neðan til að fá sent frítt eintak

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt