fbpx

Að öðlast virðingu annarra.

Við viljum öll njóta virðingar. Við vildum einnig getað haft stjórn á  hvort aðrir umgangist okkur með virðingu.  En er það raunhæft?

Einn félagi minn, köllum hann Jón, er með mjög ruglingslegar hugmyndir um þetta.  Hann trúir að fólk, sérstaklega konan og börnin hans, „ættu“ að bera virðingu fyrir honum, og hann getur orðið mjög reiður ef þau koma ekki fram af virðingu við hann – sem þau gera reyndar oft.

Það sem Jón skilur ekki – sem varð til þess að við fórum að ræða þessi mál – er að aðrir eru oft spegill af því hvernig við umgöngumst okkur sjálf.

Mest af því sem við höfum rætt um er að vekja Jón til umhugsunar um hvernig hann kemur fram við sjálfan sig af vanvirðingu og hvað hann ætti frekar að gera til að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér.

Tilfinningarlega:

Hann dæmir oft eigin tilfinningar, tekur ekki mark á þeim og segir sjálfum sér að honum ætti ekki að líða svona.

Hann hunsar oft eigin tilfinningar, hann er oft fastur í höfðinu í stað þess að vera meira tengdur við líkamann og hjartað, og hann leiðist þá oft út í einhverja fíkn, eins og óhóflegt sælgætisát, sjónvarpsgláp, skvetta í sig eða hanga í tölvunni tímum saman, til þess að deyfa tilfinningarnar.

Hann sér sjálfan sig oft sem fórnarlamb aðstæðna sem aðrir hafa komið honum í, hann gerir aðra ábyrga fyrir tilfinningum sínum í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á eigin sársauka og gleði.

Líkamlega:

Hann vakir oft frameftir til að glápa á sjónvarp,  vanvirðir algjörlega þörf fyrir fullnægjandi svefn.

Hann fær sér oft skyndibita, gefur sér ekki tíma til þess að velja og borða holla fæðu, vanvirðir líkamann sem þarf næringarríkt fæði.

Hann gefur sér aldrei tíma til að stunda hreyfingu eða líkamsrækt, svo hann er bæði of þungur og í slæmu líkamlegu formi. Hann vanvirðir alveg gildi þess að vera líkamlega sterkur og hraustur.

Hann hugsar lítið um hvernig hann er til fara, hann er oft í sokkum með gati þannig að stóra táin stendur út, hann er oft í skítugum eða krumpuðum fötum,  vanvirðir alveg innri þörf fyrir hreinan og sæmandi fatnað.

Skipulagning:

Hann er oft seinn, vanvirðir sín innri gildi um að koma tímanlega og vera ekki upp stressaður.

Skrifborðið hans er oft allt í drasli, hann vanvirðir alveg innri þörf fyrir að hafa reglu í lífinu.

Fjárhagslega:

Hann  skoðar aldrei yfirlit á debet- eða kreditkrotareikningnum og fylgist ekkert með stöðunni, hann fer oft yfir á reikningnum , sem fer mjög illa í konuna hans.

Hann þénar ágætlega á nóg af peningum, en hann leggur ekkert til hliðar til að byggja upp öryggi og innri vellíðan.

Hann notar oft peninga til að hafa áhrif á hvað öðrum finnst um hann, vanvirðir sjálfsvirðingu sína með því að reyna að kaupa virðingu annarra.

Tengsl:

Hann reynir oft að þóknast öðrum, í stað þess að segja frekar nei þegar hann meinar nei og já þegar hann meinar já,  hann lætur oft aðra stjórna sér, vanvirðir algjörlega eigin tilfinningar og þarfir.

Hann reynir oft að útskýra og réttlæta, reynir að stjórna öðrum frekar en að standa í sínum eigin krafti.

Andlega:

Hann segist trúa á Guð, en hann gefur sér aldrei tíma til að næra sjálfan sig andlega.

Hann hefur gert ýmislegt í viðskiptum sem hann er ekki stoltur af, hann virðir sig ekki næganlega mikið til að vera heiðarlegur.

Þetta eru einungis nokkrar leiðir sem Jón stundar til að vanvirða sjálfan sig. Aðrir sjá og skynja hvernig hann ber litla virðingu fyrir sjálfum sér, auðvitað umgangst þeir hann með sama hætti og hann umgengst sjálfan sig.  Í stað þess að verða reiður út í þá í dag , þá hefur Jón lært að sjá aðra eins og spegil og því hvernig hann kemur fram við sjálfan sig. Í hver skipti sem konan eða börnin hans, eða einhver annar koma fram við hann af vanvirðingu, þá skoðar hann inná við og horfist í augu við það hvernig hann er að koma fram við sjáfan sig.

Það sem hefur breyst, er að fleiri koma fram við hann af virðingu.    Það munu reyndar alltaf  vera einhverjir einstaklingar sem koma fram af vanvirðingu við alla, samt hefur Jón uppgötvað að aðrir breytast og hann finnur viðbrögð við þeim breytingum sem hann hefur gert hjá sér. Hann hefur einnig lært að bera virðingu fyrir sjálfum sér, það mikið að hann getur horft framhjá þegar aðrir koma fram af vanvirðingu við hann.

Hvað berð þú mikla virðingu fyrir sjálfum þér?

Að öðlast virðingu annarra.
Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt