fbpx

Eru hindrandi skoðanir að hafa áhrif á að þú njótir lífsins?

Viltu vita hvernig átt þú að njóta lífsins, með því að yfirstíga hindrandi skoðanir?
Skoðanir okkar eða það sem við trúum mótar það hver við erum.
Það sem við trúum innra með okkur, verður það sem við sköpum í kringum okkur.  Það er stundum sagt að okkar innri hugarheimur skapi þann ytri.

Ef við höfum skoðanir og trú sem styður við okkur, sem eru í samræmi við drauma okkar og þrár, þá eru meiri líkur á því að okkur muni hljótast  það sem við viljum, án mikillar fyrirhafnar.

Hins vegar ef skoðanir okkar og það sem við trúum er ekki að styðja okkur, er í andstöðu við markmið okkar og drauma, þá erum við með hindrandi hugsanir og trú.  Við takmörkum því möguleika okkar og skemmum fyrir okkur, þannig að líkurnar á að okkur hljótist það sem við sækjumst eftir minnka til muna. Eins og velgengnin sé aldrei okkar megin.

Við takmörkum möguleika okkar á að fá það sem við þráum og getum fengið.

Ef þig langar til að njóta lífsins og lifa því lífi sem þig dreymir um, þá verður þú að greina þessar takmarkandi hugsanir og skoðanir sem eru í undirmeðvitundinni, og breyta þeim yfir í  hugsanir og skoðanir sem eru að styðja við þig og það sem þig dreymir um.

Lausnin er að leggja af stað, stíga fyrstu skrefin í átt til þess sem þig dreymir um.

Til að byrja með er gott að taka eitthvað sérstakt fyrir og greina hvaða gildi það eru sem eru svona takmarkandi í undirmeðvitundinni í sambandi við þetta sérstaka atriði. Vertu opinn og hreinskilinn og taktu síðan áskorun um að breyta þeim einni af annarri.

Stattu á móti þessum sjálfvirku neikvæðu skoðunum og hugsunum.

Tökum sem dæmi með kaffidrykkju; hvað gerist ef þú færð ekki fyrsta kaffibollann á morgnana?  Hvað myndi gerast ef þú vaknar á morgun og í stað þess að rjúka beint í kaffivélina og fá sér einn sterkan kaffibolla, þá fengir þú þér stórt glas af ferskum ávaxtasafa?

Hvernig heldur þú að það myndi hafa áhrif á daginn?

Myndir þú vera taugastrekktur og skjálfa? Myndir þú segja: „O ég þarf alveg nauðsynlega þennan kaffibolla til að geta unnið. Ég verð að fá morgunkaffið! Ég einfaldlega get ekki byrjað daginn án þess að fá það.“
Hvað hefur gerst hér, þú ert búinn að búa þér til ávana, þú trúir að þú verðir að fá þennan kaffibolla á morgnana til að geta byrjað daginn í réttum gír; með koffín sem orkugjafa.

Þú skapaðir þennan ávana að verða að fá þér kaffibolla á morgnana. Þú telur þér trú um að þú verðir að fá hann. Þú trúir í alvöru að þú verðir að fá hann til að geta vaknað og byrjað daginn.

Til þess að geta notið lífsins á þínum forsendum, þá verður þú að byrja með því að breyta þessari rútínu, þessum ávana.  Þú verður að breyta undirmeðvitundinni á þessum hindrandi skoðunum varðandi kaffi.

Í reynd þá þarftu ekki á þessum kaffibolla að halda til að hlaða batteríin fyrir daginn. Þú heldur að þú þurfir það, þannig að þú ert búinn að breyta þessari ranghugmynd yfir í trú.

Með því að breyta skoðunum þínum, því sem þú trúir, þá getur þú í raun breytt raunveruleikanum, lífinu þínu.

Taktu frá tíma til að skoða þessar innri skoðanir sem eru fastar í undirmeðvitundinni og spurðu sjálfan þig þessarar tveggja spurninga: „ Hvers vegna trúi ég þessu?“ og síðan: „ Styður þessi trú mig og hjálpar hún mér til þess að fá það sem mig langar í lífinu?“

Nú hefur þú tækifæri á því að breyta þessum sjálfvirku neikvæðu hugsunum. Byrjaðu með því að hætta neikvæðri hugsun.
Það er stór áfangi í því að breyta skoðunum og trú frá takmarkandi og hindrandi hugsunum í uppbyggjandi og styðjandi hugsanir.

Eru hindrandi skoðanir að hafa áhrif á að þú njótir lífsins?
Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt