fbpx

Særðar tilfinningar – Sært hjarta

Einn félagi minn sem ég var að spjalla við um daginn, sagði mér að hann væri þreyttur á upplifa sjaldan hamingju og gleði. Hann er rúmlega fertugur, giftur og á börn.

„Ég man þegar ég var lítill strákur, þá var ég oft glaður og fullur af eftirvæntingu fyrir lífinu. En foreldrar mínir studdu ekki við mig. Þau voru áhugalaus um að styðja við það sem ég hafði áhuga á um að örva sköpunargleði mína og frumkvæði, hjálpa mér að byggja upp örugga sjálfsmynd.“

Ég spurði hann,  hvernig leið þér þegar þau voru ekki styðjandi eða svona áhugalaus?
„Yfirgefinn, brotinn, óverðugur, óöruggur, tættur – þannig leið mér oft.“

Þegar þú varst barn,  hafðir þú ekki þroska til að vera fær um að höndla tilfinningar eins og ástarsorg og einmannaleika án kærleika og ást frá fullorðnum einstaklingi sem þú gast treyst. Foreldrar eru ekki alltaf meðvitaðir um þessa hegðun sína, stundum eru þeir einfaldlega of uppteknir af eigin erfiðleikum eða hegðunarmynstri, sárum sem þeir hafa ekki náð að vinna sig úr frá eigin æsku.
Þetta eru tilfinningar sem eru allt of yfirþyrmandi fyrir lítinn viðkvæman strák,  þannig að hann lærði að setja lok á tilfinningarnar, þannig að hann gæti verið glaður og til að flýja frá þessum erfiðu stund.
Þannig lærði hann einnig að vernda sjálfan sig  gagnvart tómlæti foreldra sinna, sem með samskiptum sínum gáfu honum í skyn að hann væri ekki nægjanlega góður eða mikilvægur til að vera viðurkenndur.

SÆRÐAR TILFINNINGAR

Til að hafa stjórn á þessari vöntun á viðurkenningu frá foreldrum sínum fór hann að samþykkja þessa kærleikslausu hegðun: „Þetta er mér að kenna “ sagði hann við sjálfan sig þegar hann var lítill strákur, „ það er mér að kenna að þeim þykir ekki vænt um mig, ef ég gæti aðeins fundið út leið til að láta þeim líka við mig, finnast ég mikilvægur, fengið þau til að elska mig og forðast sársaukann við höfnunina.“ Þegar hann tók höfnun foreldra sinna persónulega, þá særði það hann ólýsanlega, hann fékk sting í hjartað og tárin runnu, hann upplifði sig einmanna og fann fyrir tómleika. En hann kaus frekar að láta særa tilfinningar sínar, frekar en að vera yfirgefinn.

Ef þú skoðar inná við, þá getur verið að þú uppgötvir að undir særðum tilfinningum er enn dýpri sársauki –  sambærilegur sárauki eins og sá að vera yfirgefinn eða óverðugur.

Þegar þú ert óöruggur með sjálfan þig, þá er auðvelt að særa þig með því að segja þér að þú sért ekki nægjanlega góður, fallegur eða að það sé þér sjálfum að kenna hvernig þú sért og þú verðskuldir ekki annað en komið sé fram við þig af vanvirðingu.  Þú upplifir þá sársauka og tekur það persónulega í hvert sinn sem einhver kemur fram með ruddalegum eða kærleikslausum hætti.
Við höfum mörg þurft að byggja upp vörn, til að komast í gegnum æskuárin, vegna þess að sú tilfinning að upplifa höfnun frá þeim sem stendur okkur næst, er einfaldlega allt of mikil fyrir lítið barn að höndla. Það  er leiðin til að vernda okkur, búa til vörn eða skel svo við getum komist í gegn um erfiðleikana og þurfa ekki að upplifa þessar erfiðu tilfinningar.

SÆRT HJARTA

Þegar við erum orðin fullorðin kemur að því að við verðum að horfast í augu við hjartasárin, sem við höfum verið að forðast að skoða í öll þessi ár. Sært hjarta er þessi raunverulega tilfinning, sem liggur undir særðu tilfinningunum.

Sært hjarta er,  einmannaleiki, tregi, hugarangur, ástarsorg, harmur, dapurleiki og sorg. Tilfinningar viðbrögð við því þegar við missum ástvin eða þegar ástvinur yfirgefur okkur, ósæmileg hegðun annarra gagnvart okkur og öðrum, vanmáttur vegna hegðunar annarra í okkar garð eða þeirra sem skipa okkur máli og síðan gagnavart okkar eigin óviðeigandi hegðun gagnavart okkur sjálfum.
Þetta eru allt tilfinningar sem eru allt of yfirþyrmandi fyrir lítið barn að höndla.  Þetta eru tilfinningar sem við þurfum nú að horfast í augu við og upplifa, treysta og vefja okkur síðan kærleika sem fullorðinn einstaklingur. Þetta eru tilfinningarnar sem hafa leitt okkur í ýmsa óæskilega hegðun, sem við notuðum til að deyfa okkur og til að þurfa ekki að finna sársaukann.

Þegar við ákveðum að stíga skrefið og taka lokið af þessum tilfinningum  og minningum sem við vorum búinn að loka inn í öll þessi ár. Þegar við ákveðum að upplifa ósviknar tilfinningar, þegar við sem fullorðnir einstaklingar ákveðum að taka utan um litla barnið sem var svikið. Litla barnið  sem er inni í okkur sem er búið að vera þarna lítið og hrætt, umvefja það kærleika og umhyggju, leyfa því að koma fram í fullri vissu um að það sé öruggt og einstakt eins það er berskjaldað, stígum fyrsta skrefið í að græða sárin í hjartanu.

Frelsið og krafturinn í því að geta verið ég sjálf/ur

Á meðan þú hefur ekki kjark til að horfast í augu við sárin á hjartanu, lyfta lokinu af sárindum æskunnar, þá muntu halda áfram að hafna sjálfum þér.  Þú upplifir reiði, skömm og vörn og  hagar lífi þínu þannig að þú getir deyft þig eða forðast þessar ósviknu tilfinningar.
Þegar þú loks ákveður að standa með sjálfum þér og að upplifa hjartasárin sem mynduðust vegna hegðunar annarra og síðar þinni eigin ósæmilegrar hegðunar gagnvart sjálfum þér og öðrum, þá fyrst ertu lagður af stað til að upplifa frelsið og kraftinn í að vera þú sjálfur.

Hjartasár særir mikið, sem er ástæðan þess að  við forðumst það. En þegar við lærum að tengjast okkar innri kjarna og umvefja okkur kærleika, ást og umhyggju, þá lærum við að græða sárin.  Þegar við gerum það, þá stígum við út úr óttanum og inn í frelsið og lífskraftinn.

Særðar tilfinningar – Sært hjarta

Áhugavert að skoða

Særðar tilfinningar – Sært hjarta

Frábær bók fyrir þig

smelltu á hnappinn hér fyrir

neðan til að fá sent frítt eintak

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt