fbpx

Sjálfstraust

Við þekkjum flest fólk sem virðist hafa mikið sjálfstraust í starfi, en þegar kemur að persónulegum samskiptum er það mjög óöruggt.

Persónulegt sjálfstraust.

Hvað skapar persónulegt sjálfstraust? Hvernig verður einstaklingur öruggur í að vera hann sjálfur?

Ef þú hefur alist upp hjá foreldurum sem virtu þína innri hæfileika og voru fyrirmyndir fyrir innra sjálfsöryggi. Ýttu undir þína innri hæfileika og studdu þig til að vera sá sem þú ert, þá er mjög líklegt að þú upplifir persónulegt sjálfsöryggi.

En  margir upplifa ekki svona æsku.  Mörg okkar ólumst  upp hjá foreldrum eða öðrum uppalendum, sem ekki bara dróu úr sjálfsörygginu, heldur voru sífellt að áfellast okkur, skamma eða grófu undan sjálfsmyndinni. Þetta var og er auðvitað ekki meðvitað hjá mörgum foreldrum, eitthvað sem þau líklega ólust upp við sjálf og viðhalda því  svo áfram. Gert í góðri trú, en oft vegna eigin skorts á  sjálfstrausti.

Hinsvegar, sama hversu mikið við höfum verið tekin niður sem börn, þá er það aldrei of seint að læra það hver raunveruleg gildi okkar eru.  Leyndarmálið á bakvið  að öðlast persónulegt sjálfstraust er að læra að kynnast hinu sjálfa ÞÉR – kjarnanum í þér – hver þú raunverulega ert.

Þitt sanna sjálf eru eðlislægir styrkleikar þínir, styrkleikarnir sem þú fæddist með, eins og geta til að elska, vera vingjarnlegur og umhyggjusamur, vera samúðarfullur og geta sýnt hluttekningu, og að vera góður hlustandi.    En það er einnig um sköpunargáfu þína, þína einstöku hæfileika, húmorinn þinn, brosið þitt, hlátuinn þinn – allt sem er sérstakt við þig.

Ef þú hefur ekki uppgötvað gildi þíns sanna sjálfs, þá er líklegt að þú sért ekki að sjá eða gera þér grein fyrir þínum grunn kostum.  Staðreyndin er að þú gætir hafa ákveðið fyrir löngu síðan að þú sért ekki nógu góð/ur – að þú sért einhver veginn ófullnægjandi einstaklingur. Þetta er fölsk sýn sem þú hefur, sem skapar tilfinningar um vöntun eða skort á  sjálfstrausti.

Einmitt núna,  ímyndaðu þér að þú getir séð sjálfan þig, ekki frá þeirri sýn sem hefur verið svo ranglega forritaða í huga þinn hingað til, heldur frá augum þíns innsta kjarna, augum ástarinnar.  Sjáðu sjálfan þig fyrir þér sem lítið barn og skoðaðu inná við, hvað er þetta barn. Hvað sérðu? Er það eitthvað varðandi þig sem lítið barn sem gerir þig óaðlaðandi eða ekki umvefjandi? Hver eru þessi dásamlegu gildi sem eru meðfædd í þér, þegar þú varst barn? Ef þetta barn væri raunverulega þitt barn, hvað myndi þér finnast um það?

Farðu nú í gegnum daginn í dag, æfðu þig í að taka eftir og meta þína innri hæfileika. Ef þú gerir eitthvað gott, segðu við barnið innra með þér, „ ég met mikils góðmennsku þína.“ Ef þú ert skapandi eða fyndinn, láttu í ljós þakklæti fyrir þessa hæfileika.  Dag eftir dag, þegar þú ástundar reglulega að meta og þakka fyrir  þína eðlislægu eiginleika, þá byrjarðu að finna hvernig  sjálfstraustið eykst.  Þegar þú lærir að þakka og skilja hver þú raunverulega ert, í stað þess að dæma sjálfan þig, þá fer sjálfstraustið að aukast.

Sjálfstraust í starfi

Sjálfstraust í starfi kemur með tíma og æfingu. Því meira sem þú lærir og æfir sérstaka kunnáttu, því betri verður þú í því og því eykst sjálfstraustið varðandi það verkefni eða starf. Með nægum tíma og æfingu, getur hver sem er byggt upp sjálfstraust til að framkvæma eða sinna starfin sínu vel. Passaðu þig á því að týnast ekki þarna, fara í felur eða í skjól, til að þurfa ekki að horfast í augu við perónulega sjálfstraustið.

Sumt fólk reynir að skilgreina sjálft sig eftir frammistöðu í starfi, trúandi að það skilgreini hver þú raunverulega sért.  Þegar það er málið, mun það viðhalda skorti á  sjálfstrausti, alveg sama hversu  mikillar velgengni það nýtur í starfi sínu.  Þegar þú tengir virði þitt við utanaðkomandi velgengni, þá verður þér endalaust að ganga vel, til að geta upplifað þig verðugan,  sem skapar einungis mikla innri vanlíðan og stress.  Ef þú upplifir að  þú  sért stöðugt að meta sjálfan þig  til að  auka árangur, þá ættir þú að staldra við og passa upp á að matið sé byggt upp á raunhæfum kröfum og í leit að jákvæðum markmiðum.   Hörð sjálfsgagnrýni er líkleg til að eyðileggja  sjálfstraust þitt.

Sjálfstraust hjá fullorðnum, kemur ekki frá viðurkenningu annarra.  Gildi bæði þess sem þú ert og hvað þú gerir er það sem skapar þetta innra sjálfsöryggi.

Sjálfstraust

Áhugavert að skoða:

Sjálfstraust
Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt