Jákvæðar staðhæfingar
Staðhæfingar eru ákaflega öflugar. Þær eru frábær verkfæri sem geta hjálpað þér að byggja upp sjálfstraustið, til að framkalla jákvætt og bjartsýnt viðhorf; til að breyta óæskilegum skoðunum og hegðunarmynstri í ný sem þú velur, til að draga inní líf þitt það sem þig langar. Jákvæðar staðhæfingar geta hjálpað þér að stjórna streitu. Þær geta virkað eins endurforritun fyrir hugann.
Staðhæfingar eru jákvæðar setningar sem þú skrifar niður og endurtekur síðan mörgum sinnum. Hugsaðu um öll svæði í lífi þínu þar sem þú vilt gera breytingar. Þig gæti langað til að bæta sambandið við makann, efla heilsuna eða létta þig. Staðhæfingar er góður upphafs punktur að velgengni, samhliða öðrum frábærum verkfærum.
Búðu til lista yfir jákvæðar staðhæfingar sem lýsa óska stöðunni og tengjast markmiðum þínum. Það er betra að nota stuttar staðhæfingar sem auðvelt er að muna. Notaðu alltaf jákvæð orð. Láttu jákvæðu staðhæfingarnar vera einfaldar og afdráttalausar. Staðhæfingar skulu vera í núlíðandi stund (frekar en framtíð).
Þú mátt endurtaka staðhæfingarnar á hvaða tíma sem þú vilt, en þú getur líka ákveðið ákveðnar tímasetningar yfir daginn. Þú getur byrjað daginn fyrir framan spegilinn með því að fara með staðhæfingar, þegar þú er að gera einhver vanaverk, rétt áður en þú sofnar á kvöldin o.s.frv. Sjáðu einnig fyrir þér bestu mögulegu útkomu af markmiði/verkefni sem þú ert að fást við með jákvæðum staðhæfingum.
Staðhæfing er yfirlýsing á staðreynd eða því sem þú vilt trúa. Ef staðhæfingin er rétt sett fram þá á hún að framkalla mynd í huga þínum af þér þegar þú hefur náð markmiði þínu. Staðhæfingarnar þína eru verkfærin þín til að viljandi beina þér í rétta átt og halda þér á réttri braut.
- Persónulegt. Þú notar orðið “Ég” þegar þú býrð til staðhæfingar. Þú getur einungis búið til staðhæfingar fyrir þig sjálfa/n. Löngunin mun koma fram vegna einhvers sem þú framkvæmir og það er þín innri mynd sem mun breytast vegna staðhæfingar þinnar.
- Jákvæðni: Lýstu alltaf í staðhæfingunni hvað það er sem þú vilt. Lýstu hvað þig langar í til að færast áfram, ekki það sem þig langar til að færast í burtu frá. Hvernig myndir þú líta út ef það væri lagfært?
- Núlíðandi stund: Skrifaðu staðhæfingar alltaf sem fyrirætlun sem er að gerast núna. Þetta krefst þess að þú notir ímyndunaraflið og það verður auðveldara með æfingunni.
- Láttu í ljós framkvæmd: Slepptu að nota orð eins og get, vill, skal, langar til o.s.frv. Láttu þær innihalda orðtök eins og ég er, ég geri, ég hef. Það er mikilvægt að þú gefir undirmeðvitund þinni skýra mynd af enda útkomunni eins og henni sé þegar náð.
- Enginn samanburður: Að bera þig saman við aðra er gagnslaust.Tæknin við staðhæfingar er persónulegur gangur. Mæling á árangri er byggður á þér.
- Aðgerðar orð: Notaðu hugtök sem lýsa og gangsetja aðgerðar myndir, eins og auðveldlega, fljótt, blómstra, röggsamlega, fullu/r sjálfstrausts, í staðhæfingum þínum.
- Tilfinningaorð: Þetta er MJÖG mikilvægt. Því meiri jákvæða tilfinningu sem þú framkallar þegar þú sérð fyrir þér myndina af markmiði þínu, þeim mun áhrifaríkari og virkari mun staðhæfingin verða fyrir þig.
- Nákvæmni: Ef markmiðið þitt er að æfa reglulega, hvaða æfingar? Er það að skokka, ganga, synda, eróbikk, eða eitthvað annað? Hversu oft? Þrisvar í viku? Ef svo er, hvaða daga? Hvaða tíma dagsins og hve lengi? Svo nákvæm þarf staðhæfingin þín að vera. Ef þú skrifar hana of almenna, þá verður myndin of óljós og gefur þér of margar undankomu leiðir.
- Jafnvægi: Settu þér markmið og skrifaðu staðhæfingar í öllum sviðum lífs þíns.
- Raunhæf: Eftir það þú hefur skrifað staðhæfingarnar, lokaðu augunum og sjáðu myndina fyrir þér. Getur þú séð sjálfa/n þig þarna? Þú verður að geta séð það, ímyndað þér það og gert þér það í hugarlund.
- Trúnaður: Deildu staðhæfingunum þínum aðeins með þeim sem þú ert örugg/ur með að munu styðja þig og hjálpa þér að ná þeim. Flest af þínum persónulegu staðhæfingum er ekki nauðsynlegt að deila með öðrum.
Byrjaðu að nota jákvæðar yfirlýsingar í dag til að laða að velgengni á öllum sviðum lífs þíns: fjáhagslega, vinnu, sambandi og fleiri.
Staðhæfingar eru jákvæðar setningar sem þú skrifar niður og endurtekur síðan mörgum sinnum. Hugsaðu um öll svæði í lífi þínu þar sem þú vilt gera breytingar. Þig gæti langað til að bæta sambandið við makann, efla heilsuna eða létta þig. Staðhæfingar er góður upphafs punktur að velgengni, samhliða öðrum frábærum verkfærum.
Búðu til lista yfir jákvæðar staðhæfingar sem lýsa óska stöðunni og tengjast markmiðum þínum. Það er betra að nota stuttar staðhæfingar sem auðvelt er að muna. Notaðu alltaf jákvæð orð. Láttu jákvæðu staðhæfingarnar vera einfaldar og afdráttalausar. Staðhæfingar skulu vera í núlíðandi stund (frekar en framtíð).
Þú mátt endurtaka staðhæfingarnar á hvaða tíma sem þú vilt, en þú getur líka ákveðið ákveðnar tímasetningar yfir daginn. Þú getur byrjað daginn fyrir framan spegilinn með því að fara með staðhæfingar, þegar þú er að gera einhver vanaverk, rétt áður en þú sofnar á kvöldin o.s.frv. Sjáðu einnig fyrir þér bestu mögulegu útkomu af markmiði/verkefni sem þú ert að fást við með jákvæðum staðhæfingum.
Staðhæfing er yfirlýsing á staðreynd eða því sem þú vilt trúa. Ef staðhæfingin er rétt sett fram þá á hún að framkalla mynd í huga þínum af þér þegar þú hefur náð markmiði þínu. Staðhæfingarnar þína eru verkfærin þín til að viljandi beina þér í rétta átt og halda þér á réttri braut.