fbpx

Hvatning

Hvatning er eitt af heitu málunum í dag. Ef þú nærð að virkja krafta þína áfram með hvatningu, þá ertu sigurvegari!  Þú getur notað þessi sjö skref  til að hvetja sjálfan þig áfram með einföldum hætti.

Fyrsta – Trúðu á sjálfan þig og vertu sáttur við sjálfan þig.

Annað – Settu þér raunhæf, hvetjandi og mælanlega markmið, sem ögra þér. Settu dagsetningu hvenær þú ætlar að ljúka markmiðinu.  Með þeim hætti sérðu hvort og hvenær þú nærð markmiðum þínum, það hvetur þig líka áfram.

Þriðja – búðu til sýn af markmiðinu.  Sjáðu sjálfan þig ná hverju markmiði. Hvernig lítur það út fyrir þig og hvernig líður þér? Sem dæmi, ef þú ert með markmið um að ná niður stressi um 50% fyrir einhvern ákveðinn dag,  settu markmiðið þitt upp í draumaborði, finndu t.d. á internetinu mynd af persónu, sem er að ganga hamingjusöm um göngustíg, brosandi að njóta lífsins og skemmta sér.
Veldu mynd sem endurspeglar það sem þú vilt ná fram, finndu líka hvernig það er að upplifa þetta. Settu myndina með markmiðinu þínu á draumaborðið, skoðaðu það nokkru sinnum á dag.

Fjórða – Þegar þér finnst þú vera búinn að missa sjónar markmiðinu, eða líður illa og yfirbuguð/aður, gefðu þér þá smá tíma í næði og skoðaðu yfir markmiðin þín. Endurvektu hjá þér tilfinninguna, hvernig þér muni líða þegar þú hafir náð markmiðinu. Lestu yfir öll markmiðin þín aftur og skoðaðu myndirnar vel yfir. Skrifaðu þau aftur niður eða bættu við lýsinguna. Það hjálpar þér að skýra frekar myndina og tengjast markmiðum þínum betur. Rifjaðu upp hversvegna þau eru miklivæg fyrir þig og hvers vegna þú vilt þau.

Tilfinningin að líða illa og upplifa sig yfirbugaðan, er oft vegna skorts á einbeitni. Með því að setjast niður í einrúmi og skoða lausn á vandamáli, þá finnur maður oft lausnina sem kemur manni á sporið til að halda áfram.  Það er eins og þungu fargi sé létt af manni. Þér líður mun betur og ert betur tilbúinn til að takast á við verkefnin. Skortur á ákvörðunartöku, veldur því að þig skortir hvatningu og kemst ekki áfram. Svo byrjaðu að taka ákvarðanir um hvernig þú ætlar að halda áfram.

Fimmta – Skráðu niður leiðir að markmiðinu, hvað þú ætlar að gera til að ná því. Búðu til aðgerðarplan í draumaborðinu, sem mun leiða þig að því að ná þeim árangri sem þú ert að sækjast eftir. Skoðaðu aðgerðarplanið daglega og vertu að færast stöðugt áfram til að ná markmiðinu. Hafðu aðgerðarplanið með dagsetningum, þannig að þú sért að vinna skipulega. Hugsaðu jákvætt.

Sjötta – Haltu áfram að læra. Lestu bækur, greinar, hlustaðu á diska eða horfðu á myndir til að byggja upp nýja þekkingu í kringum markmiðið þitt.  Að læra eitthvað nýtt, færir þér betri innsýn, sem er mjög öflugt. Betri innsýn færir þér eldmóð, hvatningu og áhuga.  Betri innsýn, fær þig til að upplifa betur hvernig þér muni líða þegar þú hefur náð markmiðinu.  Allar þessar gleði og hamingju tilfinningar, láta adrenalínið flæða um líkamann og fylla okkur spennu og hvatningu.  Þér líður vel og full/ur af orku. Lykillinn að velgengni og hvatningu er að halda stöðugt áfram að læra og móttaka nýjar upplýsingar um markmið okkar. Sem bónus þá er þetta líka mjög góð þjálfun fyrir heilann.

Sjöunda – Leitaðu eftir aðstoð ef þig vantar hana. Leitaðu til fjölskyldu, vina  eða annarra eftir aðstoð eða upplýsingum.  Leitaðu eftir hvar þú getur fengið aðstoð eða upplýsingar, sem hjálpa þér að ná markmiði þínu og njóta velgengni. Biðja um aðstoð þegar þig vantar hana. Verðlaunaðu þig í hverjum áfanga sem þú nærð, það hvetur þig áfram. Stöðug og jákvæð áminning er öflug leið til að hjálpa fólki í að ná árangri.

Byrjaðu núna, æfðu þig og finndu út leiðina sem hentar þér og þú átt eftir að vera undrandi hversu frábærar niðurstöðurnar eiga eftir að vera.

Gangi þér vel, hugsaðu jákvætt og skemmtu þér.

Hvatning
Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við svörum við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt